Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   þri 11. júlí 2023 22:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klárlega besta markið á ferlinum - „Fannst ég hitta hann vel"
Kann að negla í boltann
Kann að negla í boltann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er virkilega góð, ekki mörg lið sem hafa gert þetta," sagði Damir Muminovic hetja Breiðabliks í 1-0 sigri liðsins gegn Shamrock Rovers í undankeppni riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.


Lestu um leikinn: Shamrock Rovers 0 -  1 Breiðablik

Fótbolti.net heyrði í Damir eftir leikinn en hann skoraði markið með neglu beint úr aukaspyrnu.

„Við erum oft með einhverja sláarkeppni daginn fyrir leik, þegar maður er pirraður þá þrumar maður í slána, ég held að þjálfararnir hafi tekið eftir því," sagði Damir og hló.

„Mér fannst ég hitta hann vel, ég sá að markmaðurinn tók skref til vinstri svo lá boltinn í netinu, það var mjög góð tilfinning."

Damir benti á að hann hafi skorað í þremur af fimm tilraunum úr aukaspyrnu. Er þetta besta markið á ferlinum?

„Alveg 100%, ég skora ekki oft," sagði Damir.

Sjá einnig:
Sjáðu markið: Ótrúlegt bylmingsskot Damir kom Blikum yfir


Athugasemdir
banner