Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 11. júlí 2023 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ólýsanlegt og mikið þakklæti - „Móment sem ég mun seint gleyma"
Að fá þetta tækifæri er æðislegt
Að fá þetta tækifæri er æðislegt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég hlakka bara til að kynnast þeim betur
Ég hlakka bara til að kynnast þeim betur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er frábær tilfinning, eiginlega ólýsanleg. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið kallið og að fá þetta tækifæri er æðislegt," sagði Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir fyrir landsliðsæfingu í morgun.

Hún var á dögunum kölluð inn í landsliðshópinn þegar ljóst varð að Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir gæti ekki spilað komandi vináttuleiki. Sunneva var valin í úrtakshóp leikmanna úr Bestu deildinni fyrir æfingar í nóvember en er nú í fyrsta sinn í landsliðshóp.

„Nei, í rauninni ekki. Ég er búin að standa mig mjög vel með FH í sumar, gæti náttúrulega ekki gert þetta án liðsfélagana minna - erum allar búnar að spila mjög góðan fótbolta og sýna að við erum hörkulið í FH. Þannig nei, þetta kom mér ekki á óvart."

„Ég var bara í vinnunni, að fá mér kaffi með vinnufélögum mínum. Svo hringdi Þorsteinn (Halldórsson landsliðsþjálfari) í mig, þetta var móment sem ég mun seint gleyma."

„Ég lét Birki (Pétursson) kærasta minn vita, svo voru það mamma og pabbi."


Verkefnið, vináttulandsleikur gegn Finnlandi á föstudag, leggst vel í Sunnevu. „Ég held að þetta verði hörkuleikur, erum kannski aðeins sigurstranglegri en bæði lið munu vilja vinna leikinn."

Hvernig var tilfinningin að hefja fyrstu landsliðsæfinguna í gær? „Hún var ólýsanleg, geggjaður hópur, skemmtilegur og þéttur hópur og þær eru búnar að taka mjög vel á móti mér. Ég hlakka bara til að kynnast þeim betur," sagði Sunneva.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Hún er spurð út í liðsfélaga sinn sem einnig var valin í landsliðið, tímabil FH til þessa og út í sig sjálfa.
Athugasemdir
banner