Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
banner
   þri 11. júlí 2023 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ólýsanlegt og mikið þakklæti - „Móment sem ég mun seint gleyma"
Að fá þetta tækifæri er æðislegt
Að fá þetta tækifæri er æðislegt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég hlakka bara til að kynnast þeim betur
Ég hlakka bara til að kynnast þeim betur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er frábær tilfinning, eiginlega ólýsanleg. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið kallið og að fá þetta tækifæri er æðislegt," sagði Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir fyrir landsliðsæfingu í morgun.

Hún var á dögunum kölluð inn í landsliðshópinn þegar ljóst varð að Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir gæti ekki spilað komandi vináttuleiki. Sunneva var valin í úrtakshóp leikmanna úr Bestu deildinni fyrir æfingar í nóvember en er nú í fyrsta sinn í landsliðshóp.

„Nei, í rauninni ekki. Ég er búin að standa mig mjög vel með FH í sumar, gæti náttúrulega ekki gert þetta án liðsfélagana minna - erum allar búnar að spila mjög góðan fótbolta og sýna að við erum hörkulið í FH. Þannig nei, þetta kom mér ekki á óvart."

„Ég var bara í vinnunni, að fá mér kaffi með vinnufélögum mínum. Svo hringdi Þorsteinn (Halldórsson landsliðsþjálfari) í mig, þetta var móment sem ég mun seint gleyma."

„Ég lét Birki (Pétursson) kærasta minn vita, svo voru það mamma og pabbi."


Verkefnið, vináttulandsleikur gegn Finnlandi á föstudag, leggst vel í Sunnevu. „Ég held að þetta verði hörkuleikur, erum kannski aðeins sigurstranglegri en bæði lið munu vilja vinna leikinn."

Hvernig var tilfinningin að hefja fyrstu landsliðsæfinguna í gær? „Hún var ólýsanleg, geggjaður hópur, skemmtilegur og þéttur hópur og þær eru búnar að taka mjög vel á móti mér. Ég hlakka bara til að kynnast þeim betur," sagði Sunneva.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Hún er spurð út í liðsfélaga sinn sem einnig var valin í landsliðið, tímabil FH til þessa og út í sig sjálfa.
Athugasemdir