Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
   þri 11. júlí 2023 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ólýsanlegt og mikið þakklæti - „Móment sem ég mun seint gleyma"
Að fá þetta tækifæri er æðislegt
Að fá þetta tækifæri er æðislegt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég hlakka bara til að kynnast þeim betur
Ég hlakka bara til að kynnast þeim betur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er frábær tilfinning, eiginlega ólýsanleg. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið kallið og að fá þetta tækifæri er æðislegt," sagði Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir fyrir landsliðsæfingu í morgun.

Hún var á dögunum kölluð inn í landsliðshópinn þegar ljóst varð að Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir gæti ekki spilað komandi vináttuleiki. Sunneva var valin í úrtakshóp leikmanna úr Bestu deildinni fyrir æfingar í nóvember en er nú í fyrsta sinn í landsliðshóp.

„Nei, í rauninni ekki. Ég er búin að standa mig mjög vel með FH í sumar, gæti náttúrulega ekki gert þetta án liðsfélagana minna - erum allar búnar að spila mjög góðan fótbolta og sýna að við erum hörkulið í FH. Þannig nei, þetta kom mér ekki á óvart."

„Ég var bara í vinnunni, að fá mér kaffi með vinnufélögum mínum. Svo hringdi Þorsteinn (Halldórsson landsliðsþjálfari) í mig, þetta var móment sem ég mun seint gleyma."

„Ég lét Birki (Pétursson) kærasta minn vita, svo voru það mamma og pabbi."


Verkefnið, vináttulandsleikur gegn Finnlandi á föstudag, leggst vel í Sunnevu. „Ég held að þetta verði hörkuleikur, erum kannski aðeins sigurstranglegri en bæði lið munu vilja vinna leikinn."

Hvernig var tilfinningin að hefja fyrstu landsliðsæfinguna í gær? „Hún var ólýsanleg, geggjaður hópur, skemmtilegur og þéttur hópur og þær eru búnar að taka mjög vel á móti mér. Ég hlakka bara til að kynnast þeim betur," sagði Sunneva.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Hún er spurð út í liðsfélaga sinn sem einnig var valin í landsliðið, tímabil FH til þessa og út í sig sjálfa.
Athugasemdir
banner
banner