Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   þri 11. júlí 2023 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ólýsanlegt og mikið þakklæti - „Móment sem ég mun seint gleyma"
Að fá þetta tækifæri er æðislegt
Að fá þetta tækifæri er æðislegt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég hlakka bara til að kynnast þeim betur
Ég hlakka bara til að kynnast þeim betur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er frábær tilfinning, eiginlega ólýsanleg. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið kallið og að fá þetta tækifæri er æðislegt," sagði Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir fyrir landsliðsæfingu í morgun.

Hún var á dögunum kölluð inn í landsliðshópinn þegar ljóst varð að Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir gæti ekki spilað komandi vináttuleiki. Sunneva var valin í úrtakshóp leikmanna úr Bestu deildinni fyrir æfingar í nóvember en er nú í fyrsta sinn í landsliðshóp.

„Nei, í rauninni ekki. Ég er búin að standa mig mjög vel með FH í sumar, gæti náttúrulega ekki gert þetta án liðsfélagana minna - erum allar búnar að spila mjög góðan fótbolta og sýna að við erum hörkulið í FH. Þannig nei, þetta kom mér ekki á óvart."

„Ég var bara í vinnunni, að fá mér kaffi með vinnufélögum mínum. Svo hringdi Þorsteinn (Halldórsson landsliðsþjálfari) í mig, þetta var móment sem ég mun seint gleyma."

„Ég lét Birki (Pétursson) kærasta minn vita, svo voru það mamma og pabbi."


Verkefnið, vináttulandsleikur gegn Finnlandi á föstudag, leggst vel í Sunnevu. „Ég held að þetta verði hörkuleikur, erum kannski aðeins sigurstranglegri en bæði lið munu vilja vinna leikinn."

Hvernig var tilfinningin að hefja fyrstu landsliðsæfinguna í gær? „Hún var ólýsanleg, geggjaður hópur, skemmtilegur og þéttur hópur og þær eru búnar að taka mjög vel á móti mér. Ég hlakka bara til að kynnast þeim betur," sagði Sunneva.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Hún er spurð út í liðsfélaga sinn sem einnig var valin í landsliðið, tímabil FH til þessa og út í sig sjálfa.
Athugasemdir
banner
banner