Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
   fim 11. júlí 2024 22:30
Haraldur Örn Haraldsson
Óli Valur: Ekkert skemmtilegra í heiminum en að spila með Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Óli Valur Ómarsson leikmaður Stjörnunnar átti virkilega góðan leik í kvöld þegar liðið hans sigraði Linfield frá Norður-Írlandi í forkeppni Sambandsdeildarinnar 2-0.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Linfield

„Þetta er 'physical' lið, aggressívir og bara virkilega seigir. Mér fannst við hafa mjög góð tök á leiknum, við komum okkur í stöður, trekk í trekk, erum að sækja hratt á þá, koma okkur í góð færi, skorum mörk, höldum hreinu. Mér leið mjög vel í dag."

Miðjan hjá Stjörnunni í dag var skipuð mjög ungum leikmönnum. Róbert Frosti Þorkelsson og Helgi Fróði Ingason eru báðir fæddir 2005 á meðan Kjartan Már Kjartansson er fæddur 2006. Þetta var miðja Stjörnumanna í dag og því enginn yfir tvítugt. Þeir stóðu sig hinsvegar mjög vel.

„Þessir gæjar eru bara svo góðir í fótbolta að þeir geta reddað sér á hvaða sviði sem er held ég. Þeir voru bara ekkert eðlilega góðir í dag, allir þrír. Stóðu sig bara virkilega vel."

Óli var að spila sinn fyrsta Evrópu leik með Stjörnunni og hann nýtti svo sannarlega tækifærið. Leikgleðin skein af honum í kvöld.

„Það var bara virkilega gaman, það er mjög gaman að spila í Stjörnunni. Þegar við vinnum leiki og erum að spila vel, þá er ekkert skemmtilegra í heiminum."

Stjarnan náði að stjórna þessum leik nokkuð vel á heimavelli en það má líkast til búast við öðrum leik þegar komið er til Norður-Írlands.

„Hann (seinni leikurinn) mun 100% henta þeirra leik miklu betur. Gras, þeir vanir, og við ekkert endilega besta gras liðið. Við munum bara þurfa að sýna það sem við sýndum í dag, við vorum virkilega sterkir inn í teig, þéttum vel, vorum duglegir að færa okkur á millin svæða, og gerðum virkilega vel. Þannig að bara svipað dæmi."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir