Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   fim 11. júlí 2024 22:30
Haraldur Örn Haraldsson
Óli Valur: Ekkert skemmtilegra í heiminum en að spila með Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Óli Valur Ómarsson leikmaður Stjörnunnar átti virkilega góðan leik í kvöld þegar liðið hans sigraði Linfield frá Norður-Írlandi í forkeppni Sambandsdeildarinnar 2-0.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Linfield

„Þetta er 'physical' lið, aggressívir og bara virkilega seigir. Mér fannst við hafa mjög góð tök á leiknum, við komum okkur í stöður, trekk í trekk, erum að sækja hratt á þá, koma okkur í góð færi, skorum mörk, höldum hreinu. Mér leið mjög vel í dag."

Miðjan hjá Stjörnunni í dag var skipuð mjög ungum leikmönnum. Róbert Frosti Þorkelsson og Helgi Fróði Ingason eru báðir fæddir 2005 á meðan Kjartan Már Kjartansson er fæddur 2006. Þetta var miðja Stjörnumanna í dag og því enginn yfir tvítugt. Þeir stóðu sig hinsvegar mjög vel.

„Þessir gæjar eru bara svo góðir í fótbolta að þeir geta reddað sér á hvaða sviði sem er held ég. Þeir voru bara ekkert eðlilega góðir í dag, allir þrír. Stóðu sig bara virkilega vel."

Óli var að spila sinn fyrsta Evrópu leik með Stjörnunni og hann nýtti svo sannarlega tækifærið. Leikgleðin skein af honum í kvöld.

„Það var bara virkilega gaman, það er mjög gaman að spila í Stjörnunni. Þegar við vinnum leiki og erum að spila vel, þá er ekkert skemmtilegra í heiminum."

Stjarnan náði að stjórna þessum leik nokkuð vel á heimavelli en það má líkast til búast við öðrum leik þegar komið er til Norður-Írlands.

„Hann (seinni leikurinn) mun 100% henta þeirra leik miklu betur. Gras, þeir vanir, og við ekkert endilega besta gras liðið. Við munum bara þurfa að sýna það sem við sýndum í dag, við vorum virkilega sterkir inn í teig, þéttum vel, vorum duglegir að færa okkur á millin svæða, og gerðum virkilega vel. Þannig að bara svipað dæmi."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner