Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   fim 11. júlí 2024 22:30
Haraldur Örn Haraldsson
Óli Valur: Ekkert skemmtilegra í heiminum en að spila með Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Óli Valur Ómarsson leikmaður Stjörnunnar átti virkilega góðan leik í kvöld þegar liðið hans sigraði Linfield frá Norður-Írlandi í forkeppni Sambandsdeildarinnar 2-0.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Linfield

„Þetta er 'physical' lið, aggressívir og bara virkilega seigir. Mér fannst við hafa mjög góð tök á leiknum, við komum okkur í stöður, trekk í trekk, erum að sækja hratt á þá, koma okkur í góð færi, skorum mörk, höldum hreinu. Mér leið mjög vel í dag."

Miðjan hjá Stjörnunni í dag var skipuð mjög ungum leikmönnum. Róbert Frosti Þorkelsson og Helgi Fróði Ingason eru báðir fæddir 2005 á meðan Kjartan Már Kjartansson er fæddur 2006. Þetta var miðja Stjörnumanna í dag og því enginn yfir tvítugt. Þeir stóðu sig hinsvegar mjög vel.

„Þessir gæjar eru bara svo góðir í fótbolta að þeir geta reddað sér á hvaða sviði sem er held ég. Þeir voru bara ekkert eðlilega góðir í dag, allir þrír. Stóðu sig bara virkilega vel."

Óli var að spila sinn fyrsta Evrópu leik með Stjörnunni og hann nýtti svo sannarlega tækifærið. Leikgleðin skein af honum í kvöld.

„Það var bara virkilega gaman, það er mjög gaman að spila í Stjörnunni. Þegar við vinnum leiki og erum að spila vel, þá er ekkert skemmtilegra í heiminum."

Stjarnan náði að stjórna þessum leik nokkuð vel á heimavelli en það má líkast til búast við öðrum leik þegar komið er til Norður-Írlands.

„Hann (seinni leikurinn) mun 100% henta þeirra leik miklu betur. Gras, þeir vanir, og við ekkert endilega besta gras liðið. Við munum bara þurfa að sýna það sem við sýndum í dag, við vorum virkilega sterkir inn í teig, þéttum vel, vorum duglegir að færa okkur á millin svæða, og gerðum virkilega vel. Þannig að bara svipað dæmi."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner