Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   fim 11. júlí 2024 22:30
Haraldur Örn Haraldsson
Óli Valur: Ekkert skemmtilegra í heiminum en að spila með Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Óli Valur Ómarsson leikmaður Stjörnunnar átti virkilega góðan leik í kvöld þegar liðið hans sigraði Linfield frá Norður-Írlandi í forkeppni Sambandsdeildarinnar 2-0.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Linfield

„Þetta er 'physical' lið, aggressívir og bara virkilega seigir. Mér fannst við hafa mjög góð tök á leiknum, við komum okkur í stöður, trekk í trekk, erum að sækja hratt á þá, koma okkur í góð færi, skorum mörk, höldum hreinu. Mér leið mjög vel í dag."

Miðjan hjá Stjörnunni í dag var skipuð mjög ungum leikmönnum. Róbert Frosti Þorkelsson og Helgi Fróði Ingason eru báðir fæddir 2005 á meðan Kjartan Már Kjartansson er fæddur 2006. Þetta var miðja Stjörnumanna í dag og því enginn yfir tvítugt. Þeir stóðu sig hinsvegar mjög vel.

„Þessir gæjar eru bara svo góðir í fótbolta að þeir geta reddað sér á hvaða sviði sem er held ég. Þeir voru bara ekkert eðlilega góðir í dag, allir þrír. Stóðu sig bara virkilega vel."

Óli var að spila sinn fyrsta Evrópu leik með Stjörnunni og hann nýtti svo sannarlega tækifærið. Leikgleðin skein af honum í kvöld.

„Það var bara virkilega gaman, það er mjög gaman að spila í Stjörnunni. Þegar við vinnum leiki og erum að spila vel, þá er ekkert skemmtilegra í heiminum."

Stjarnan náði að stjórna þessum leik nokkuð vel á heimavelli en það má líkast til búast við öðrum leik þegar komið er til Norður-Írlands.

„Hann (seinni leikurinn) mun 100% henta þeirra leik miklu betur. Gras, þeir vanir, og við ekkert endilega besta gras liðið. Við munum bara þurfa að sýna það sem við sýndum í dag, við vorum virkilega sterkir inn í teig, þéttum vel, vorum duglegir að færa okkur á millin svæða, og gerðum virkilega vel. Þannig að bara svipað dæmi."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir