þri 11. ágúst 2020 15:15
Magnús Már Einarsson
Arnór Sig: Þarf að sjá hvað kemur upp og hvað er í boði
Arnór Sigurðsson.
Arnór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hugsa að félagaskiptaglugginn verði svolítið skrýtinn núna. Ég þarf að sjá hvað kemur upp og hvað er í boði," segir Arnór Sigurðsson, leikmaður CSKA Moskvu, í viðtali við Vísi.

Íslenski landsliðsmaðurinn var að ljúka sínu öðru tímabili hjá CSKA í Rússlandi.

Önnur félög hafa sýnt Arnóri áhuga og hann segist skoða stöðuna ef spennandi tilboð koma á borðið.

„Mér líður náttúrulega vel hérna, en svo er spurning hversu lengi í viðbót maður á að vera."

„Ég er með samning til þriggja ára í viðbót en ef það kemur spennandi lið í góðri deild þá auðvitað skoðar maður stöðuna,"
sagði Arnór við Vísi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner