Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   fim 11. ágúst 2022 14:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 12. umferð - Magnað að Þór/KA hafi ekki skorað
Eva Ýr Helgadóttir (Afturelding)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er Steypustöðin sem færir þér leikmann umferðarinnar í Bestu deildinni. Eva Ýr Helgadóttir, markvörður Aftureldingar, er leikmaður tólftu umferðar í deildinni.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 12. umferðar - Mosfellingar eiga flesta fulltrúa

Eva Ýr lék á als oddi í markinu hjá Aftureldingu er liðið vann gríðarlega mikilvægan sigur gegn Þór/KA í fallbaráttuslag fyrir norðan.

„Alveg tvímælalaust best í dag. Engin smá pressa á henni en hún varði allt sem á markið kom," sagði Jóhann Þór Hólmgrímsson í skýrslu sinni frá leiknum.

Eva hafði í nægu að snúast. Afturelding skoraði snemma en svo lá Þór/KA á þeim. Það er ótrúlegt að skoða xG-ið úr þessum leik því Mosfellingar voru með 0,14 í xG og Þór/KA var með 2,78. Það er magnað að Þór/KA hafi ekki skorað en Mosfellingar geta þakkað Evu fyrir sína frammistöðu.

Það er leikið í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna um helgina og svo er næst leikið í Bestu deild kvenna á þriðjudag.

Sjá einnig:
Sterkust í 1. umferð - Ana Paula Santos Silva (Keflavík)
Sterkust í 2. umferð - Samantha Leshnak Murphy (Keflavík)
Sterkust í 3. umferð - Arna Eiríksdóttir (Þór/KA)
Sterkust í 4. umferð - Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
Sterkust í 5. umferð - Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV)
Sterkust í 6. umferð - Sandra Sigurðardóttir (Valur)
Sterkust í 7. umferða - Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Sterkust í 8. umferð - Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
Sterkust í 9. umferð - Samantha Leshnak Murphy (Keflavík)
Sterkust í 10. umferð - Jasmín Erla Ingadóttir (Stjarnan)
Sterkust í 11. umferð - Málfríður Erna Sigurðardóttir (Stjarnan)
Athugasemdir
banner
banner
banner