Alexis Sanchez er mættur aftur til Udinese en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.
Hann er 35 ára gamall og er frá Síle en hann kemur til Udinese á frjálsri sölu eftir að hafa yfirgefið Inter þegar samningur hans rann út í sumar.
Hann hóf ferilinn í heimalandinu hjá Cobreloa en gekk til liðs við Udinese árið 2006. Hann lék 112 leiki fyrir félagið á sínum tíma en fór svo til Barcelona. Hann hefur einnig leikið með Arsenal, Man Utd og Marseille ásamt Inter.
Udinese endaði í 15. sæti, tveimur stigum frá fallsæti, í Serie A á síðsutu leiktíð. Nýtt tímabil hefst um næstu helgi þar sem liðið heimsækir Bologna á sunnudaginn.
Athugasemdir