Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   sun 11. ágúst 2024 22:48
Kjartan Leifur Sigurðsson
Ómar Ingi: Hrikalega pirrandi fyrir hina tíu
Ómar í leik kvöldsins
Ómar í leik kvöldsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hundsvekktur, sama tilfinning og eftir Víkingsleikinn. Súrt leikhlé eftir hvað við lögðum á okkur í fyrri hálfleiknum og við náðum ekki að rífa okkur upp úr því."

Lestu um leikinn: Valur 5 -  1 HK

Jónatan Ingi Jónsson kom Val í 2-1 með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks eftir flottan fyrri hálfleik heilt yfir hjá HK.

„Mér fannst við spila mjög vel fram að því, menn lögðu mikið á sig og svo gerist. Menn voru súrir í hálfleik og menn minnkuðu við þetta. Lengst af var þetta flott en við missum einbeitingu og gefum færi á okkur sem kosta okkur of mikið"

Ívar Örn Jónsson fékk dæmt á sig rautt spjald og vítaspyrnu í upphafi leiks.

„Það var erfitt að dæma eitthvað annað. Hann var ekki að reyna við boltann og ef hann togar í hann var ekki annað í stöðunni en að dæma rautt. Hrikalega pirrandi fyrir hina tíu að þurfa spila 80 mínútur einum færri. Þetta er slæm ákvörðun. Færið var þröngt og það var vont að reyna ekki við boltann og bjóða upp á þetta."

Næsti leikur er lykilleikur fyrir HK í botnbaráttunni en þá tekur liðið á móti Fylki í Kórnum.

„Við höfum tapað fyrir þeim í deild og bikar og verið ósáttir við frammistöðuna og jafnvel meira en í dag og gegn Víking. Við þurfum að skrúfa hausinn rétt á okkur og undirbúa okkur vel fyrir þann leik."

Viðtalið er aðgengilegt í heild sinni hér að ofan.



Athugasemdir
banner
banner
banner