Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   sun 11. ágúst 2024 22:48
Kjartan Leifur Sigurðsson
Ómar Ingi: Hrikalega pirrandi fyrir hina tíu
Ómar í leik kvöldsins
Ómar í leik kvöldsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hundsvekktur, sama tilfinning og eftir Víkingsleikinn. Súrt leikhlé eftir hvað við lögðum á okkur í fyrri hálfleiknum og við náðum ekki að rífa okkur upp úr því."

Lestu um leikinn: Valur 5 -  1 HK

Jónatan Ingi Jónsson kom Val í 2-1 með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks eftir flottan fyrri hálfleik heilt yfir hjá HK.

„Mér fannst við spila mjög vel fram að því, menn lögðu mikið á sig og svo gerist. Menn voru súrir í hálfleik og menn minnkuðu við þetta. Lengst af var þetta flott en við missum einbeitingu og gefum færi á okkur sem kosta okkur of mikið"

Ívar Örn Jónsson fékk dæmt á sig rautt spjald og vítaspyrnu í upphafi leiks.

„Það var erfitt að dæma eitthvað annað. Hann var ekki að reyna við boltann og ef hann togar í hann var ekki annað í stöðunni en að dæma rautt. Hrikalega pirrandi fyrir hina tíu að þurfa spila 80 mínútur einum færri. Þetta er slæm ákvörðun. Færið var þröngt og það var vont að reyna ekki við boltann og bjóða upp á þetta."

Næsti leikur er lykilleikur fyrir HK í botnbaráttunni en þá tekur liðið á móti Fylki í Kórnum.

„Við höfum tapað fyrir þeim í deild og bikar og verið ósáttir við frammistöðuna og jafnvel meira en í dag og gegn Víking. Við þurfum að skrúfa hausinn rétt á okkur og undirbúa okkur vel fyrir þann leik."

Viðtalið er aðgengilegt í heild sinni hér að ofan.



Athugasemdir
banner