Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   sun 11. ágúst 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Reece James enn og aftur á meiðslalistanum
Mynd: Getty Images

Meiðslasaga Reece James, fyrirliða Chelsea, hefur verið ansi mikil að undanförnu en hann missti af stórum hluta síðustu leiktíðar vegna meiðsla.


Hann fór að finna til aftan í læri á æfingu liðsins á dögunum en félagið greinir frá því að um minniháttar meiðsli séu að ræða.

Þó svo að hann væri heill heilsu mun hann missa af fyrstu þremur leikjum liðsins á komandi tímabili þar sem hann fékk fjögurra leikja bann fyrir að fá rautt spjald í næst síðasta leiknum á síðustu leiktíð.

Hann verður því ekki með Chelsea fyrr en eftir fyrsta landsleikjahléið á nýju tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner