Það er orðið ljóst að Victor Osimhen mun yfirgefa Napoli í sumar en það hefur legið í loftinu ansi lengi.
Það hafa sögur verið í gangi um að Romelu Lukaku færi til Napoli og Osimhen færi í staðin til Chelsea en hann virðist ekki vera spenntur fyrir því.
Giovanni Manna, yfirmaður fótboltamála hjá Napoli, hefur staðfest að Osimhen vilji fara frá félaginu.
„Hann hefur beðið um að fara. Staðan er ljós, það var möguleiki á því að hann færi síðasta sumar. Við sjáum til hvað gerist á næstu 20 dögum," sagði Manna.
Athugasemdir