mið 11. september 2019 18:04
Brynjar Ingi Erluson
Sara Björk ekki með er Wolfsburg skoraði tíu
Sara Björk spilaði ekki með Wolfsburg í dag
Sara Björk spilaði ekki með Wolfsburg í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir var fjarri góðu gamni er Wolfsburg vann Mitrovica frá Kósóvó 10-0 í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag.

Sara Björk greindi frá því við Morgunblaðið að hún væri fjarri góðu gamni vegna meiðsla á ökkla og því ekki með í dag.

Wolfsburg, sem hefur verið áskrifandi að úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðustu ár, var ekki í vandræðum með Mitrovica og skoraði tíu mörk.

Pernille Harder skoraði þrennu, Claudia Neto og Noelle Maritz tvö og þá komust þær Ewa Pajor, Svenja Huth og Kristine Minder einnig á blað.
Athugasemdir
banner
banner