Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
banner
   mið 11. september 2019 17:00
Elvar Geir Magnússon
Valencia rak þjálfarann - Leikir gegn Barcelona og Chelsea framundan
Valencia er búið að reka þjálfara sinn, Marcelino.

Þessi 54 ára þjálfari stýrði Valencia til sigurs í bikarkeppninni á síðasta tímabili og kom liðinu í Meistaradeildina.

„Valencia tilkynnti Marcelino Garcia Toral það í dag að hann væri ekki lengur þjálfari liðsins. Félagið þakkar honum fyrir hans starf og óskar honum alls hins besta í framtíðinni," segir í tilkynningu frá Valencia.

Valencia er með fjögur stig eftir þrjá leiki í La Liga en liðið á leik gegn Barcelona á laugardaginn. Á fimmtudaginn í næstu viku er svo leikur gegn Chelsea í Meistaradeildinni.

Albert Celade, fyrrum þjálfari spænska U21-landsliðsins, tekur við Valencia. Celades er fyrrum leikmaður Barcelona, Real Madrid og Celta Vigo. Þá var hann aðstoðarmaður Ju­len Lope­tegui hjá Real Madrid.

Sjáðu stöðuna í spænsku deildinni:
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 20 16 1 3 54 22 +32 49
2 Real Madrid 20 15 3 2 43 17 +26 48
3 Villarreal 19 13 2 4 37 19 +18 41
4 Atletico Madrid 20 12 5 3 35 17 +18 41
5 Espanyol 20 10 4 6 23 22 +1 34
6 Betis 20 8 8 4 33 25 +8 32
7 Celta 20 8 8 4 28 20 +8 32
8 Elche 20 5 9 6 27 26 +1 24
9 Real Sociedad 20 6 6 8 26 28 -2 24
10 Athletic 20 7 3 10 19 28 -9 24
11 Girona 20 6 6 8 20 34 -14 24
12 Osasuna 20 6 4 10 21 24 -3 22
13 Vallecano 20 5 7 8 16 25 -9 22
14 Sevilla 20 6 3 11 26 32 -6 21
15 Mallorca 20 5 6 9 24 30 -6 21
16 Getafe 20 6 3 11 15 26 -11 21
17 Valencia 20 4 8 8 19 31 -12 20
18 Alaves 20 5 4 11 16 25 -9 19
19 Levante 19 3 5 11 21 32 -11 14
20 Oviedo 20 2 7 11 11 31 -20 13
Athugasemdir
banner
banner
banner