Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 11. september 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
Viðar Halldórs endurkjörinn í stjórn ECA
Viðar Halldórsson.
Viðar Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Halldórsson, formaður FH, hefur verið endurkosinn í stjórn ECA en það eru samtök félaga í Evrópu.

Þá mun hann einnig vera fulltrúi ECA í UEFA Club Competition Committee sem er ein mikilvægasta nefnd UEFA í dag.

200 félög eru í samtökunum en þar á meðal eru FH, KR, Valur og Stjarnan frá Íslandi.

„Stærstu félög landa eru í þessum samtökum og þau hafa mikil ítök innan FIFA og UEFA. Samtökin hafa unnið með UEFA og FIFA að gera hlut félaganna stærri því að það vill þannig til að fótboltinn er grasrótin í félögunum, ekki inn í Laugardal," sagði Viðar í viðtali vð Fótbolta.net í fyrra þegar hann var kjörinn í stjórnina.

Athugasemdir
banner
banner