Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
   mið 11. september 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Rodrygo: Ég á skilið að vera tilnefndur
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Brasilíski sóknarleikmaðurinn Rodrygo er ekki sáttur með að hafa ekki verið valinn á lista yfir þá 30 leikmenn sem koma til greina fyrir Ballon d'Or verðlaunin sem verða veitt síðar í haust.

Rodrygo er mikilvægur hlekkur bæði hjá Real Madrid og brasilíska landsliðinu. Hann vann spænsku deildina og Meistaradeildina með Real á síðustu leiktíð og stóð sig feykilega vel þrátt fyrir að vera yfirleitt spilað úr stöðu.

Þessi 23 ára gamli leikmaður kom að 26 mörkum í 51 leik með Real Madrid á síðustu leiktíð og skilur ekki hvers vegna hann komi ekki til greina fyrir Ballon d'Or.

„Ég er vonsvikinn, að mínu mati á ég skilið að vera tilnefndur en ég vil ekki gera lítið úr þeim sem eru það. Ég tel mig hafa verðskuldað pláss á þessum 30 manna lista," sagði Rodrygo fyrir landsleik Brasilíu gegn Paragvæ í nótt, þar sem Brassar áttu slakan leik og töpuðu nokkuð óvænt.

Kylian Mbappé, Vinicius Junior og Jude Bellingham eru þrír af liðsfélögum Rodrygo sem koma til greina fyrir Ballon d'Or. Federico Valverde, Toni Kroos, Dani Carvajal og Antonio Rüdiger eru einnig á 30 manna listanum.

Sigurvegari verður kynntur 28. óktóber.
Athugasemdir
banner
banner
banner