Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
   mið 11. september 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tottenham getur sett mjög óheppilegt met gegn Arsenal
Tottenham og Arsenal mætast í grannaslag á heimavelli Tottenham á sunnudag.

Fyrir leikinn er ljóst að Tottenham getur sett mjög svo óheppilegt met ef liðið skorar sjálfsmark í leiknum.

Í síðustu þremur leikjum þessara liða hefur Tottenham skorað sjálfsmark. Ekkert lið í sögunni hefur skorað sjálfsmark í fjórum leikjum í röð gegn sama liði.

Pierre Emile-Höjbjerg setti boltann í eigið net í síðasta leik liðanna, þar á undan var það Cristian Romero og fyrsta markið af þremur skoraði Hugo Lloris þegar hann gerði mistök í fyrirgjöf Bukayo Saka. Reyndar komu öll mörkin eftir undirbúning frá Saka á hægri vængnum.

Arsenal verður án Martin Ödegaard, Declan Rice, Mikel Merino og Riccardo Calafiori í leiknum. Arsenal er með sjö stig eftir þrjá fyrstu leikina og Tottenham er með fjögur stig. Arsenal hefur unnið tvisvar í röð á heimavelli Tottenham.

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner