Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 11. október 2018 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Deschamps: Henry þarf bara að stökkva í djúpu laugina
Thierry Henry er aðstoðarþjálfari Belgíu
Thierry Henry er aðstoðarþjálfari Belgíu
Mynd: Getty Images
Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, hvetur Thierry Henry að hoppa í djúpu laugina og taka við Mónakó.

Þjálfarastaðan hjá Mónakó er í lausu lofti eftir 2-1 tap liðsins gegn Rennes í síðasta leik en það má búast við því að Leonardo Jardim verði rekinn á næst dögum.

Thierry Henry hefur verið orðaður við starfið en hann er nú aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins. Arsene Wenger, fyrrum stjóri hans hjá Arsenal, er einnig orðaður við starfið.

Deschamps vildi ekki tala of mikið um sögusagnir en vonast þó til þess að Henry hendi sér í djúpu laugina.

„Ég veit ekki alveg hvort þið séuð alltaf með réttu upplýsingarnar en það er ekkert staðfest í þessu. Það var það sama með Bordeaux í byrjun tímabils en ég óska Henry góðs gengis í framtíðinni," sagði Deschamps.

„Henry hefur tekið sér tíma í að velja rétta starfið. Hann er að gera góða hluti með Belgíu og ef hann fær tækifærið, sem er ekki enn staðfest, þá ætti hann að taka þessu og stökkva í djúpu laugina," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner