Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Alls ekki leikur sem við eigum að tapa 3-1
Viktor Jóns um að tengja saman sigra: Búnir að bíða lengi eftir þessu
Damir: Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna
Láki: Heilt yfir bara jafn leikur ólíkra liða
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 11. október 2024 22:06
Sölvi Haraldsson
Jóhann Berg: Með því betra sem við höfum séð á Laugardalsvelli í mörg ár
Icelandair
Jóhann Berg, fyrirliðinn.
Jóhann Berg, fyrirliðinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Craig Bellamy, stjóri Wales.
Craig Bellamy, stjóri Wales.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta er súrsætt. Við lendum 2-0 undir en sýnum karakter að koma til baka. Við áttum klárlega hættulegri færi en þeir í að klára leikinn. Bara fullt af sénsum sem við fáum í seinni hálfleik, við hefðum klárlega getað skorað fleiri mörk. En eftir að hafa lent 2-0 undir er þetta klárlega nokkuð gott.“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, eftir 2-2 jafntefli við Wales á Laugardalsvelli í kvöld.


Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Wales

Leikurinn breyttist í seinni hálfleik eftir ekki góðan fyrri hálfleik en Jói var þó ekki ósáttur með fyrri hálfleikinn fyrir utan mörkin sem Ísland fékk á sig.

Fyrri hálfleikur var ekkert slæmur, það eru bara þessi tvö atvik þar sem þeir eru komnir inn fyrir okkur. Við getum ekki gefið svona færi á okkur á þessu leveli. Það var ekkert meira í þessu, þeir voru ekkert að skapa sér fleiri færi en þessir tveir boltar sem koma inn fyrir og við þurfum að laga það. Seinni hálfleikur var auðvitað bara frábær og með því betra sem við höfum séð hérna á Laugardalsvelli í mörg ár.

Logi Tómasson átti stórkostlega innkomu í dag en Jói hrósaði honum í hástert.

Þetta var frábærlega vel gert hjá honum, hann breytti leiknum fyrir okkur það er alveg klárt. Hann var eflaust svekktur að hafa ekki byrjað leikinn en sýndi karakter þegar hann kom inn á og setti tvö.

Jóhann segir að það hafi verið gífurlegur kuldi og skilur ekki hvernig Ísland á ekki þjóðarleikvang með upphituðu undirlagi.

„Þetta er auðvitað gífurlegur kuldi. Vallarstarfsmennirnir eru búnir að gera sitt allra besta. En það er gríðarlega svekkjandi að Ísland sé ekki með einn alvöru völl sem er með hita undir vellinum. Hann var orðinn ansi hættulegur í seinni hálfleik, margir staðir á vellinum sem voru eins og svell, það er ekki boðlegt. Þetta eru held ég síðustu tveir leikirnir og svo á að rífa þetta upp og gera eitthvað við þetta.

Jóhann og Craig Bellamy, landsliðsþjálfari Wales, unnu saman hjá Burnley í fyrra en þeir áttu orðaskipti eftir leik.

Við vorum aðeins að fara yfir leikinn og taktíkina. Hann hefur gaman af taktík og ég líka. Við fórum aðeins yfir þetta og svo sagði hann við mig að hann sæi mig í Wales, við hlökkum til að mæta þeim í nóvember. Hann er frábær gæi og við náum mjög vel saman, það var mjög gaman að hitta hann og spjalla við hann. Eins og ég segi þá förum við til Wales og náum í þrjá punkta.“ sagði Jóhann Berg að lokum.

Viðtalið við Jóhann má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner