Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. nóvember 2018 13:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Var mark ranglega tekið af Fulham gegn Liverpool?
Var mark Liverpool í kjölfarið ólöglegt?
Mynd: Getty Images
Leikur Liverpool og Fulham er að klárast með sigri Liverpool. Staðan er 2-0 þegar tæpar 10 mínútur eru eftir.

Síðustu mínúturnar voru dramatískar. Fulham skoraði en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Aleksandar Mitrovic skoraði en það er mjög tæpt að hann hafi verið rangstæður. Andrew Robertson gæti hafa spilað hann réttstæðan en mynd af atvikinu má sjá hér að neðan.

Var þetta rangstaða?

Fulham hefði þarna getað náð 1-0 forystu en til þess að strá salt í sár Fulham þá brunaði Liverpool í sókn og skoraði. Mohamed Salah skoraði markið. Það voru 13 sekúndur á milli rangstöðumarksins hjá Fulham og marksins hjá Liverpool.

Það er líka hægt að setja spurningamerki við markið hjá Liverpool þar sem boltinn virðist enn vera rúllandi þegar Alisson, markvörður Liverpool, sparkar boltanum fram. Það er ólöglegt.





Smelltu hér til að sjá markið.
Athugasemdir
banner
banner
banner