Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mán 11. nóvember 2019 20:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brynjar Jónasson í Þrótt Vogum (Staðfest)
Mynd: Þróttur Vogum
Þróttur Vogum hefur fengið liðstyrk fyrir átökin á næstu leiktíð í 2. deild karla. Félagið samdi í dag við hinn 25 ára gamla Brynjar Jónasson sem hefur undanfarin þrjú ár leikið með HK.

Brynjar er sóknarmaður og uppalinn hjá FH. Hann hóf meistaraflokksferilinn hjá Fjarðabyggð og lék þar í tvö ár. Þar var þjálfari hans Brynjar Gestsson sem tók einmitt við Þrótti eftir tímabilið í sumar.

Brynjar lék alls 15 leiki í sumar í deild og bikar. Hann skoraði tvö mörk í þeim leikjum. Alls hefur hann leikið 125 leiki í deild og bikar og skorað 59 mörk. Hann hefur leikið með HK, Þrótti R. og Fjarðabyggð á ferlinum.

Tilkynning Þróttar:
Það er með stolti sem Þróttarar bjóða Brynjar Jónasson velkominn í Þróttarafjölskylduna.
Athugasemdir