Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 11. nóvember 2022 14:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Sýnir að strákarnir eru búnir að taka flott skref með sínum liðum"
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Í fyrsta lagi erum við aftur svekktir að hafa tapað leiknum," sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, eftir 1-0 tap gegn Suður-Kóreu í vináttulandsleik í dag.

Ekki er annað hægt að segja en að sigurinn hafi verið verðskudaður, rétt eins og hjá Sádí-Arabíu gegn Íslandi á dögunum. Ísland átti góða kafla en Suður-Kórea var betra liðið í leiknum.

„Þetta er sama tilfinning og á móti Sádí-Arabíu. Mér fannst við vera mjög 'solid'. Strákarnir voru rosalega duglegir í dag, það var rosalega góð vinnsla í liðinu. Að sjálfsögðu færðu einhver færi á þig en við vorum hugaðir, þorðum að stýra fram, þorðum að pressa þá. Út frá því fengum við þrjú, fjögur færi."

„Ég er svekktur með úrslitin en rosalega stoltur af strákunum. Vinnuframlagið í kvöld er meira en fólk gerir sér grein fyrir. Þetta lið sem er að spila fyrir Suður-Kóreu er svona A- liðið þeirra, það vantar fjóra, fimm leikmenn. Þetta sýnir að strákarnir eru búnir að taka flott skref með sínum félagsliðum."

Arnar segist sjá mun á liðinu á milli þessara tveggja leikja, liðið hafi tekið skref fram á við en það var í þessum tveimur leikjum að mestu skipað leikmönnum úr Bestu deildinni.

Hægt er að sjá viðtalið hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner