Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
   þri 11. nóvember 2025 16:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvær rifta samningum sínum við Fram
Kvenaboltinn
Telma Steindórsdóttir.
Telma Steindórsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þær Telma Steindórsdóttir og Katrín Erla Clausen hafa rift samningum sínum við Fram.

Þetta herma heimildir Fótbolta.net.

Telma var í algjöru lykilhlutverki með Fram í sumar áður en hún fór út í háskóla til Bandaríkjanna. Hún var með öflugri miðvörðum Bestu deildarinnar áður en hún fór út.

Telma er uppalin í Val og hefur verið orðuð við endurkomu á Hlíðarenda eftir að tímabilinu lauk.

Katrín Erla spilaði jafnframt mikilvægt hlutverk í liði Fram í sumar en hún kom við sögu í 19 leikjum í Bestu deildinni. Hún er uppalin í Stjörnunni.

Fram hafnaði í áttunda sæti Bestu deildarinnar í ár en eftir að tímabilinu lauk hefur mikið gengið á. Óskar Smári Haraldsson hætti sem þjálfari liðsins og Anton Ingi Rúnarsson tók við. Allt meistaraflokksráð kvenna hætti jafnframt.
Athugasemdir
banner
banner