Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, verður samningslaus næsta sumar. Hann, Mo Salah og Trent Alexander-Arnold verða allir samningslausir en heyrst hefur að Liverpool sé í viðræðum við þá alla og samtalið sé á jákvæðum nótum um mögulega framlengingu.
BBC ræddi við Van Dijk eftir sigurinn á Girona í gær og var sá hollenski beðinn um nokkur orð varðandi viðræðurnar.
BBC ræddi við Van Dijk eftir sigurinn á Girona í gær og var sá hollenski beðinn um nokkur orð varðandi viðræðurnar.
„Það eru engin orð, ekkert að segja, engar fréttir."
Liverpool vann 1-0 og er með fullt hús, 18 stig, eftir fyrstu sex leikina í Meistaradeildinni. Salah skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu.
„Þetta var klárlega mikilvægt mark. Við verðum að halda áfram, hann meðtalinn," sagði Van Dijk.
Athugasemdir