Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 12. janúar 2020 17:08
Elvar Geir Magnússon
Raggi Sig til FCK (Staðfest)
Semur út yfirstandandi tímabil
Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsvarnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson er genginn í raðir FC Kaupmannahafnar á nýjan leik.

Samningurinn er aðeins til sumars 2020, út yfirstandandi tímabil. Ragnar er 33 ára og hefur verið lykilmaður í landsliðinu í gegnum blómaskeið þess.

Ragnar þekkir vel til hjá FC Kaupmannahöfn en hann varð Danmerkurmeistari með félaginu 2013.

FCK er í öðru sæti dönsku deildarinnar, fjórum stigum frá toppliði Midtjylland. Deildin fer aftur af stað í febrúar eftir vetrarhlé. Þá mun FCK mæta Celtic í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Nýlega bað Ragnar um að samningi hans við rússneska félagið Rostov yrði rift og félagið varð við ósk hans.

„Ragnar er mjög sterkur og reynslumikill varnarmaður. Hann þekkir félagið og við þekkjum hann," segir Ståle Solbakken, stjóri FCK.

Solbakken segir að Ragnar sé með öflugt sigurhugarfar og hafi sýnt mikinn vilja í að snúa aftur til dönsku höfuðborgarinnar.

„Við vildum auka við samkeppnina í vörninni hjá okkur. Það hefur vantað upp á breiddina þar. Samningurinn við Ragnar er út sumarið og svo munum við ræða við hann um framhaldið. Ragnar verður 34 ára í sumar en hefur líkamlegt atgervi til að spila í fremstu röð áfram."


Athugasemdir
banner
banner