Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 12. janúar 2021 23:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi fær lægstu einkunn í sigurliði Everton
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson var slakasti maður Everton í 2-1 sigrinum á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, að mati staðarmiðilsins Liverpool Echo.

Gylfi, sem var fyrirliði Everton í kvöld, fær 5 í einkunn fyrir frammistöðu sína. Hann spilaði sem sóknarmaður í kvöld en það er ekki hans besta staða.

„Það er ekki auðvelt þegar þú ert beðinn um að leiða línuna þegar þú ert ekki sóknarmaður og hann fékk boltann oft með bakið í markið. Ancelotti hefur búist við betra 'link-up' spili frá honum," segir í umsögn Liverpool Echo.

Einkunnagjöfina má sjá í heild sinni hérna.

Everton er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir sigurinn í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner