Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 12. janúar 2021 10:20
Elvar Geir Magnússon
Segir að Barcelona sé með leikmann til að fylla skarð Messi
Ansu Fati.
Ansu Fati.
Mynd: Getty Images
Samuel Eto'o, fyrrum leikmaður Barcelona, segir að Ansu Fatu sé leikmaðurinn sem geti fyllt skarð Lionel Messi þegar sá dagur rennur upp að argentínska goðsögnin yfirgefur Börsunga.

Samningur Messi, sem er 33 ára, rennur út í sumar en Eto'o, sem lék fimm tímabil með Messi hjá Barcelona, hefur mikla trú á Ansu Fati.

Þessi 18 ára strákur hefur þegar spilað fjóra leiki fyrir Spán.

„Ég tel að Fati sé framtíðarmaður. Hann er að gera ótrúlega hluti. Félagið þarf að hugsa ákaflega vel um hann í þeirri von að hann sé maðurinn sem taki við af Messi," segir Eto'o.

Fati hóf yfirstandandi tímabil í fantastuði, skoraði fimm mörk og átti fjórar stoðsendingar í tíu leikjum. En í nóvember meiddist hann illa á hné og hefur verið fjarverandi síðan.

Vonast er til þess að ungstirnið geti snúið aftur um miðjan febrúarmánuð, hann gæti þá spilað gegn PSG í Meistaradeildinni.

Á síðasta tímabili varð hann yngsti markaskorari í sögu Meistaradeildarinnar þegar hann kom af bekknum og skoraði sigurmark Barcelona gegn Inter í riðlakeppninni.
Athugasemdir
banner
banner