Man Utd íhugar að gera 40 milljóna punda tilboð í Delap - Liverpool tilbúið að bjóða Nunez upp í Isak - Tottenham horfir til stjóra Bournemouth
   sun 12. janúar 2025 14:00
Brynjar Ingi Erluson
Khusanov ekki i hópnum hjá Lens - Kynntur hjá Man City á næstu dögum
Úsbekinn Abdukodir Khusanov er ekki í leikmannahópi franska liðsins Lens sem mætir Le Havre í frönsku deildinni í dag þar sem hann er að ganga í raðir Manchester City á Englandi.

Þessi tvítugi miðvörður hefur náð samkomulagi við Man City og þá eru félögin búin að ná saman um kaupverð.

Man City kaupir hann fyrir 33,5 milljónir punda og samkvæmt Fabrizio Romano verður hann kynntur á næstu tveimur dögum.

Lens vildi ekki taka áhættu á meiðslum og var Khusanov því ekki valinn í hópinn í dag, en hann mun ferðast til Manchester í dag eða á morgun.


Athugasemdir
banner
banner