Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 12. febrúar 2020 09:35
Magnús Már Einarsson
Rúnar Alex ver mark Dijon næstu mánuðina - Gomis frá keppni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Alex Rúnarsson mun standa vaktina í marki Dijon næstu mánuðina eftir að Alfred Gomis meiddist um helgina.

Gomis kom til Dijon frá SPAL í byrjun tímabils og tók stöðuna af Rúnari Alex.

Gomis meiddist í 3-3 jafnteflinu gegn Nantes um helgina en Rúnar Alex kom inn á fyrir hann í hálfleik í stöðunni 2-2. Dijon hefur staðfest að Gomis verði frá keppni næstu tvo til þrjá mánuðina en tímabilinu í Frakklandi lýkur 23. maí.

Dijon er í 17. sæti í Frakklandi, stigi á undan Nimes sem er í 18. sæti en það sæti þýðir umspil um fall. Fimm stig eru frá Dijon niður í Amiens í 19. sæti.

Dijon mætir PSG í franska bikarnum í kvöld en síðan taka við deildarleikir gegn Bordeaux, Mónakó og PSG.
Athugasemdir
banner
banner