Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fim 12. mars 2020 19:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndband: Trapp átti ekki möguleika í aukaspyrnu Campo
Nú eru í gangi þrír leikir í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Basel er yfir í Frankfurt og kom eina mark leiksins til þessa eftir aukaspyrnu.

Samuele Campo gerði sig tilbúinn að taka aukaspyrnu á 27. mínútu nokkrum metrum fyrir utan teig, töluvert hægra megin.

Campo gerði sér lítið fyrir og smellti boltanum upp í hornið á nærstöng, óverjandi fyrir Kevin Trapp. Nú er seinni hálfleikur nýhafinn og staðan 0-1 fyrir gestina. Leikið er fyrir luktum dyrum.

Smelltu hér til að sjá markið.
Athugasemdir