Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 12. mars 2020 23:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solbakken: Gáttaður á hroka UEFA að láta okkur spila
Mynd: Getty Images
„Það átti aldrei að spila þennan leik," sagði Ståle Solbakken, stjóri FCK, eftir 0-1 tap danska liðsins gegn Istanbul Basaksehir í kvöld.

„Þetta hefur verið erfiður dagur fyrir leikmenn liðsins vegna þróunarinnar heima í Danmörku. Leikmenn eiga fjölskyldur og eiga að hugsa um þær á svona tímum. Ég er samt mjög stoltur af þeim og þeirra frammistöðu í kvöld, þeir gerðu sitt besta."

„Ég hef rætt við UEFA undanfarna daga og sagt mína skoðun á stöðunni. Við vildum aflýsa leiknum og við vorum ekki vissir hvort við myndum mæta ef leikurinn færi fram. Sá möguleiki var í raun ekki í boði þar sem miklar afleyðingar eru að mæta ekki í leiki."

„Ég er gáttaður yfir hroka UEFA að láta okkur spila og varð enn meira hissa þegar ég fékk svo þær fréttir að leikir í Tyrklandi verði frá og með morgundeginum spilaðir fyrir luktum dyrum."

„Ég vona innilega að þetta hafi einhverjar afleingar í för með sér fyrir UEFA,"
sagði Ståle að lokum.
Athugasemdir
banner
banner