Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fim 12. mars 2020 20:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solskjær segir Pogba verða áfram hjá United
Manchester United sigraði LASK Linz í Austurríki í kvöld, 0-5, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Eftir leik var Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, spurður út í framtíð Paul Pogba hjá félaginu.

„Paul er leikmaður okkar. Hann á tvö ár eftri af samningi sínum og við getum framlengt það um eitt ár til viðbótar," sagði Solskjær í kvöld.

„Það má búast við því að Paul verði hér á næsta ári, já," sagði Solskjær aðspurður hvort hann búist við því að Pogba verði áfram.
Athugasemdir