Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fös 12. apríl 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mörg félög hafa áhuga á Nagelsmann
Mynd: EPA
Framtíð þýska landsliðsþjálfarans Julian Nagelsmann er í óvissu þar sem ýmis toppfélög í Evrópu hafa áhuga á að tryggja sér þjónustu hans fyrir næsta keppnistímabil.

Það verður mikið af þjálfaraskiptum hjá stærstu félögum Evrópu í sumar og er ljóst að Nagelsmann er ofarlega á lista hjá nokkrum þeirra.

Rudi Völler er yfirstjórnandi hjá þýska landsliðinu og tjáði hann sig um framtíð Nagelsmann í gær.

„Það eru mörg félög sem hafa spurst fyrir um hann og það er ekkert leyndarmál að við viljum halda honum hjá landsliðinu en það gæti reynst erfitt. Hann getur valið á milli samningstilboða frá toppliðum um alla Evrópu," sagði Völler.

„Það verður tekin ákvörðun á næstu vikum og við vonum að hann verði áfram við stjórnvölinn hjá okkur."

Þýska landsliðið spilar Evrópumótið á heimavelli í sumar en liðinu hefur gengið herfilega illa á undanförnum stórmótum.
Athugasemdir
banner