Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
   fös 12. apríl 2024 22:44
Sverrir Örn Einarsson
Theodór Elmar: Búið að pína okkur alveg rosalega
Theodór Elmar Bjarnason
Theodór Elmar Bjarnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var jafnræði fannst mér í fyrri hálfleik og erfitt að spila á móti vindinum. Þeir ná að setja okkur undir smá pressu en samt fannst mér við standa vel í en svo fannst mér við taka yfir á smá kafla í seinni hálfleik og heilt yfir bara mjög sanngjarn sigur.“
Sagði Theodór Elmar Bjarnason leikmaður KR við Fótbolta.net um leikinn eftir 3-1 sigur KR á Stjörnunni í Garðabæ fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 KR

KR liðið fékk þó nokkur tækifæri upp í hendurnar þegar lið Stjörnunar gerði mistök með boltann öftustu línu og náði að refsa fyrir það í tvígang.

„Mistök eru hluti af þessu og við spilum þannig fótbolta að við pressum lið í mistök. Við setjum fullt gas í að pressa liðin hátt uppi og það er erfitt að gera ekki mistök þegar pressan er eins og góð og hún var í dag.“

KR liðið virkar í fínu formi og orkustig leikmanna á vellinum var nokkuð hátt leikinn á enda. KRingar fengu nýjann þol og styrktarþjálfara fyrir tímabilið þegar Guðjón Örn Ingólfsson tók við þeim armi þjálfunar hjá KR eftir að hafa verið hjá Víkingum undanfarin ár. Hvernig hefur Gaui eins og Guðjón er alla jafna kallaður laggst í Theodór?

„Þær hafa verið nokkrar æfingarnar í vetur og búið að pína okkur alveg rosalega. Við höfum talað um það lengi að hann var mjög mikilvægt "signing" fyrir okkur og eins og sést þá erum við í frábæru formi og það hjálpar okkur að sjálfsögðu.“

Allt viðtalið við Theodór má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner