Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
   fös 12. apríl 2024 22:44
Sverrir Örn Einarsson
Theodór Elmar: Búið að pína okkur alveg rosalega
Theodór Elmar Bjarnason
Theodór Elmar Bjarnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var jafnræði fannst mér í fyrri hálfleik og erfitt að spila á móti vindinum. Þeir ná að setja okkur undir smá pressu en samt fannst mér við standa vel í en svo fannst mér við taka yfir á smá kafla í seinni hálfleik og heilt yfir bara mjög sanngjarn sigur.“
Sagði Theodór Elmar Bjarnason leikmaður KR við Fótbolta.net um leikinn eftir 3-1 sigur KR á Stjörnunni í Garðabæ fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 KR

KR liðið fékk þó nokkur tækifæri upp í hendurnar þegar lið Stjörnunar gerði mistök með boltann öftustu línu og náði að refsa fyrir það í tvígang.

„Mistök eru hluti af þessu og við spilum þannig fótbolta að við pressum lið í mistök. Við setjum fullt gas í að pressa liðin hátt uppi og það er erfitt að gera ekki mistök þegar pressan er eins og góð og hún var í dag.“

KR liðið virkar í fínu formi og orkustig leikmanna á vellinum var nokkuð hátt leikinn á enda. KRingar fengu nýjann þol og styrktarþjálfara fyrir tímabilið þegar Guðjón Örn Ingólfsson tók við þeim armi þjálfunar hjá KR eftir að hafa verið hjá Víkingum undanfarin ár. Hvernig hefur Gaui eins og Guðjón er alla jafna kallaður laggst í Theodór?

„Þær hafa verið nokkrar æfingarnar í vetur og búið að pína okkur alveg rosalega. Við höfum talað um það lengi að hann var mjög mikilvægt "signing" fyrir okkur og eins og sést þá erum við í frábæru formi og það hjálpar okkur að sjálfsögðu.“

Allt viðtalið við Theodór má sjá hér að ofan.
Athugasemdir