Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
   fös 12. apríl 2024 22:44
Sverrir Örn Einarsson
Theodór Elmar: Búið að pína okkur alveg rosalega
Theodór Elmar Bjarnason
Theodór Elmar Bjarnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var jafnræði fannst mér í fyrri hálfleik og erfitt að spila á móti vindinum. Þeir ná að setja okkur undir smá pressu en samt fannst mér við standa vel í en svo fannst mér við taka yfir á smá kafla í seinni hálfleik og heilt yfir bara mjög sanngjarn sigur.“
Sagði Theodór Elmar Bjarnason leikmaður KR við Fótbolta.net um leikinn eftir 3-1 sigur KR á Stjörnunni í Garðabæ fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 KR

KR liðið fékk þó nokkur tækifæri upp í hendurnar þegar lið Stjörnunar gerði mistök með boltann öftustu línu og náði að refsa fyrir það í tvígang.

„Mistök eru hluti af þessu og við spilum þannig fótbolta að við pressum lið í mistök. Við setjum fullt gas í að pressa liðin hátt uppi og það er erfitt að gera ekki mistök þegar pressan er eins og góð og hún var í dag.“

KR liðið virkar í fínu formi og orkustig leikmanna á vellinum var nokkuð hátt leikinn á enda. KRingar fengu nýjann þol og styrktarþjálfara fyrir tímabilið þegar Guðjón Örn Ingólfsson tók við þeim armi þjálfunar hjá KR eftir að hafa verið hjá Víkingum undanfarin ár. Hvernig hefur Gaui eins og Guðjón er alla jafna kallaður laggst í Theodór?

„Þær hafa verið nokkrar æfingarnar í vetur og búið að pína okkur alveg rosalega. Við höfum talað um það lengi að hann var mjög mikilvægt "signing" fyrir okkur og eins og sést þá erum við í frábæru formi og það hjálpar okkur að sjálfsögðu.“

Allt viðtalið við Theodór má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner