Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
banner
   fös 12. apríl 2024 22:44
Sverrir Örn Einarsson
Theodór Elmar: Búið að pína okkur alveg rosalega
Theodór Elmar Bjarnason
Theodór Elmar Bjarnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var jafnræði fannst mér í fyrri hálfleik og erfitt að spila á móti vindinum. Þeir ná að setja okkur undir smá pressu en samt fannst mér við standa vel í en svo fannst mér við taka yfir á smá kafla í seinni hálfleik og heilt yfir bara mjög sanngjarn sigur.“
Sagði Theodór Elmar Bjarnason leikmaður KR við Fótbolta.net um leikinn eftir 3-1 sigur KR á Stjörnunni í Garðabæ fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 KR

KR liðið fékk þó nokkur tækifæri upp í hendurnar þegar lið Stjörnunar gerði mistök með boltann öftustu línu og náði að refsa fyrir það í tvígang.

„Mistök eru hluti af þessu og við spilum þannig fótbolta að við pressum lið í mistök. Við setjum fullt gas í að pressa liðin hátt uppi og það er erfitt að gera ekki mistök þegar pressan er eins og góð og hún var í dag.“

KR liðið virkar í fínu formi og orkustig leikmanna á vellinum var nokkuð hátt leikinn á enda. KRingar fengu nýjann þol og styrktarþjálfara fyrir tímabilið þegar Guðjón Örn Ingólfsson tók við þeim armi þjálfunar hjá KR eftir að hafa verið hjá Víkingum undanfarin ár. Hvernig hefur Gaui eins og Guðjón er alla jafna kallaður laggst í Theodór?

„Þær hafa verið nokkrar æfingarnar í vetur og búið að pína okkur alveg rosalega. Við höfum talað um það lengi að hann var mjög mikilvægt "signing" fyrir okkur og eins og sést þá erum við í frábæru formi og það hjálpar okkur að sjálfsögðu.“

Allt viðtalið við Theodór má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner