banner
   þri 12. maí 2020 10:57
Magnús Már Einarsson
Neita leikmenn á Englandi að mæta til æfinga?
Úr leik í ensku úrvalsdeildinni.
Úr leik í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa miklar efasemdir um það að snúa aftur til æfinga næstkomandi mánudag. Stefnt er á að opna fyrir æfingar í litlum hópum á mánudaginn þar sem farið verður eftir sérstökum reglum vegna kórónaveirunnar.

Daily Mail segir að sumir leimenn ætli að neita að mæta aftur til æfinga þar sem þeir finnst það ógna öryggi þeirra.

Félög eru að funda með leikmönnum sínum í dag og á morgun til að ræða fyrirkomulagið á æfingum en á fundunum geta leikmenn einnig tjáð skoðanir sínar.

Leikmenn eins og Sergio Aguero, Manuel Lanzini og Danny Rose hafa stigið fram og lýst því yfir opinberlega að þeir hafi áhyggjur af því að hefja æfingar strax á nýjan leik.

Félög ætla ekki að þrýsta á leikmenn að mæta en útlit er fyrir að hluti leikmanna muni ekki mæta á æfingu á mánudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner