Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fim 12. maí 2022 16:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ýmir aftur í Aftureldingu (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Raggi Óla
Á lokadegi félagaskiptagluggans fékk Afturelding Ými Halldórsson á láni frá Breiðabliki. Ýmir kannast ágætlega við sig hjá Aftureldingu því hann var á láni hjá félaginu seinni hluta síðasta tímabils.

Ýmir kom við sögu í sex leikjum með Aftureldingu en fyrri hluta mótsins hafði hann leikið með Augnabliki.

Hann á að baki einn keppnisleik með meistaraflokki Breiðabliks en hann kom inn á sem varamaður í 3-0 sigri liðsins gegn Gróttu í Mjólkurbikarnum sumarið 2020. Í gær var hann á varamannabekknum þegar Breiðablik lék gegn Stjörnunni í Bestu deildinni.

Hann er varnarmaður sem gæti spilað í 2. umferð Lengjudeildarinnar þegar Afturelding fær Vestra í heimsókn annað kvöld.

„Afturelding býður Ými hjartanlega velkomna í Mosfellsbæinn en félagið vill einnig þakka Breiðabliki fyrir góð samskipti varðandi lánssamninginn," segir í tilkynningu Aftureldingar.
Athugasemdir
banner
banner