Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 12. júní 2019 12:01
Elvar Geir Magnússon
Marquinhos orðaður við Juventus - Kovacic við Inter
Brasilíski varnarmaðurinn Marquinhos hjá PSG er orðaður við Ítalíumeistara Juventus. Marquinhos er 25 ára og þekkir vel til á Ítalíu þar sem hann lék áður með Roma.

Hollenski varnarmaðurinn Matthijs de Ligt gæti farið til PSG og þá eru Frakklandsmeistararnir tilbúnir að losa Marquinhos.

Þá er Mateo Kovacic, leikmaður Real Madrid, orðaður við Inter. Þessi króatíski miðjumaður var á lánssamningi hjá Chelsea á liðnu tímabili en hann er ekki í áætlunum Real Madrid.

Talið er að Chelsea muni ekki nýta sér ákvæði um að kaupa Kovacic sem lék 51 mótsleik fyrir félagið. Kovacic var hjá Inter áður en hann hélt til Real 2015.
Athugasemdir
banner