lau 12. júní 2021 18:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Belgíu og Rússlands: Leikurinn fer fram
Lukaku byrjar.
Lukaku byrjar.
Mynd: Getty Images
Það er í raun ótrúlegt að leikur Belgíu og Rússlands muni fara fram í kvöld eftir atburði dagsins í Kaupmannahöfn.

Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hneig niður í leiknum og leit það hræðilega út. Sem betur fer er þessi magnaði fótboltamaður á lífi.

Það er erfitt að vera með athygli á fótbolta eftir það sem gerðist en UEFA hefur ákveðið að fresta ekki síðasta leik dagsins á Evrópumótinu.

Þessi lið eru í riðli með Danmörku og Finnlandi. Kevin de Bruyne er meiddur ekki með Belgum, en hér að neðan má sjá byrjunarliðin.

Romelu Lukaku, liðsfélagi Eriksen hjá Inter, byrjar leikinn fyrir Belgíu. Toby Alderweireld og Jan Vertonghen, fyrrum liðsfélagar hans hjá Tottenham, byrja einnig.

Byrjunarlið Belgíu: Courtois, Vertonghen, Alderweireld, Boyata, Dendoncker, Castagne, Mertens, T. Hazard, Carrasco, Tielemans, Lukaku.

Byrjunarlið Rússlands: Shunin, Zhirkov, Semenov, Fernandes, Dzhikiya, Ozdoev, Zobnin, Kuzyaev, Barinov, Golovin, Dzyuba.
Athugasemdir
banner
banner
banner