Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 12. júní 2021 16:02
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Víkings og FH: Ágúst Hlyns byrjar gegn fyrrum félögum sínum
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Góðan og gleðilegan daginn og velkomin með okkur á heimavöll hamingjunnar þar sem Víkingur og FH eigast við klukkan 17:00.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

Það er langt síðan FH-ingar voru síðast í eldlínunni í Pepsi Max-deildinni. Þá töpuðu þeir 2-1 fyrir Leikni í Breiðholtinu 25. maí. Í umferðinni þar á undan tapaði liðið gegn KR.

FH-ingar eru með tíu stig eftir sex leiki og vilja binda endi á taphrinuna í dag.

Á sama tíma og þessi leikur fer fram þá mætast Stjarnan og Valur í Garðabænum. Ef Valsmenn misstíga sig þar og Víkingar fagna sigri þá komast Víkingar á toppinn. Það er ekki flóknara en það!

Víkingar hafa gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum sínum, gegn Val í byrjun vikunnar og þar á undan gegn Fylki.

Eggert Gunnþór Jónsson og Guðmann Þórisson koma inn í byrjunarlið FH að nýju eftir meiðsli. Ágúst Eðvald Hlynsson er í byrjunarliði FH gegn sínum fyrrum félögum.

Hjá Víkingum er Kwame Quee ekki með. Kristall Máni Ingason kemur inn í byrjunarliðið.

Byrjunarlið Víkings:
16. Þórður Ingason (m)
9. Helgi Guðjónsson
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Atli Barkarson
20. Júlíus Magnússon
21. Kári Árnason (f)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
80. Kristall Máni Ingason

Byrjunarlið FH:
1. Gunnar Nielsen (m)
2. Hörður Ingi Gunnarsson
4. Pétur Viðarsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson
7. Steven Lennon
8. Þórir Jóhann Helgason
9. Matthías Vilhjálmsson
11. Jónatan Ingi Jónsson
16. Guðmundur Kristjánsson
21. Guðmann Þórisson
23. Ágúst Eðvald Hlynsson

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner