Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 12. júní 2021 21:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndstjórnin galin - „Maður var með tárin í augunum"
Mynd: EPA
„Það var hræðilegt að vera vitni að þessu," sagði sérfræðingurinn Þorkell Máni Pétursson í EM í dag á Stöð 2 Sport í kvöld.

Þar var hann að ræða um atvikið í leik Danmerkur og Finnlands á EM sem sjokkeraði allan heiminn í raun.

Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, féll til jarðar undir lok fyrri hálfleiks í leik gegn Finnlandi, í fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu.

Það er ekki annað hægt að segja en að sjúkrastarfsmenn á vellinum og liðsfélagar Eriksen séu hetjur. Eriksen fékk skyndihjálp á vellinum og var svo fluttur á sjúkrahús þar sem líðan hans er stöðug.

Máni gagnrýnir myndstjórnina á Evrópumótinu, en það er UEFA sem sér um hana. Það var sýnt frá því þegar Eriksen var að fá skyndihjálp á vellinum en það voru erfiðar myndir fyrir áhorfendur heima í stofu að fá.

„Maður verður að velta fyrir sér myndstjórninni frá þessu Evrópumóti. Hún er algjörlega galin. Guðmundur minn, ég verð að gefa þér mikið hrós fyrir að halda andliti þarna og reyna að peppa okkur sem vorum heima að horfa á sjónvarpið," sagði Máni við Gumma Ben, sem lýsti leiknum fyrir Stöð 2 Sport.

„Maður var með tárin í augunum þegar maður sá þetta. Það var mikið sýnt. Konan hans er að koma þarna inn og það var hrikalegt að horfa upp á þetta. Það gerðust í kjölfarið fallegir hlutir. Fótbolti er þannig íþrótt að hún sameinar meira en hún hefur sundrað. Við sjáum glögg merki um það. Hugur allra er á sama stað. Maður var hrærður líka að sjá þetta."
Athugasemdir
banner