Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   lau 12. júní 2021 19:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Toddi ánægður: Mörk geta breytt persónum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta gefur okkur fyrst og fremst ánægju, það er langt síðan við unnum síðast. Við höfum oft spilað betri leiki. Liðsheildin og liðsandinn var góður í dag og það sem skóp sigurinn í dag var vinnuframlag hvers einasta leikmanns."

Sagði sáttur Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigur gegn Val í kvöld. Sigurinn var sá fyrsti hjá Stjörnunni í sumar.

Hljóðgæðin í viðtalinu eru ekki frábær en myndband fylgir samt með. Vindur og tónlist setja smá svip á viðtalið.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Valur

Þorvaldur segir í viðtalinu að Stjörnumenn hafi mætt sterkir til leiks í seinni hálfleik. Tristan Freyr Ingólfsson vann í tvígang boltann hátt uppi á vellinum og kom með stoðsendingar í kjölfarið.

„Ég er virkilega ánægður með það. Hann kom með þriðja færið á Þorstein og hann skaut rétt yfir. Tristan er hættulegur fram á við, er að þroskast, er að bæta sig og verður vonandi enn betri með hverjum deginum."

Fréttaritari velti fyrir sér fyrir leik, með framherjann Emil Atlason í leikbanni, hver ætti að skora í liði Stjörnunnar.

„Auðvitað er búið að tala um litla markaskorun og það er skiljanlegt. Hilmar skorar gott mark í dag, þetta hefur ekki dottið með honum. Stundum dettur það ekki og mörk breyta oft leikjunum og svo getur það breytt persónum að fá þetta eina mark og fá sjálfstraust," sagði Toddi.
Athugasemdir
banner
banner
banner