Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
   lau 12. júní 2021 19:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Toddi ánægður: Mörk geta breytt persónum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta gefur okkur fyrst og fremst ánægju, það er langt síðan við unnum síðast. Við höfum oft spilað betri leiki. Liðsheildin og liðsandinn var góður í dag og það sem skóp sigurinn í dag var vinnuframlag hvers einasta leikmanns."

Sagði sáttur Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigur gegn Val í kvöld. Sigurinn var sá fyrsti hjá Stjörnunni í sumar.

Hljóðgæðin í viðtalinu eru ekki frábær en myndband fylgir samt með. Vindur og tónlist setja smá svip á viðtalið.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Valur

Þorvaldur segir í viðtalinu að Stjörnumenn hafi mætt sterkir til leiks í seinni hálfleik. Tristan Freyr Ingólfsson vann í tvígang boltann hátt uppi á vellinum og kom með stoðsendingar í kjölfarið.

„Ég er virkilega ánægður með það. Hann kom með þriðja færið á Þorstein og hann skaut rétt yfir. Tristan er hættulegur fram á við, er að þroskast, er að bæta sig og verður vonandi enn betri með hverjum deginum."

Fréttaritari velti fyrir sér fyrir leik, með framherjann Emil Atlason í leikbanni, hver ætti að skora í liði Stjörnunnar.

„Auðvitað er búið að tala um litla markaskorun og það er skiljanlegt. Hilmar skorar gott mark í dag, þetta hefur ekki dottið með honum. Stundum dettur það ekki og mörk breyta oft leikjunum og svo getur það breytt persónum að fá þetta eina mark og fá sjálfstraust," sagði Toddi.
Athugasemdir
banner
banner
banner