Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 12. júlí 2019 12:30
Magnús Már Einarsson
Best í 9. umferð: Mjög auðvelt að halda þeim þrátt fyrir gífurlega eftirspurn
Sandra Mayor (Þór/KA)
Sandra Mayor fagnar marki gegn HK/Víkingi.
Sandra Mayor fagnar marki gegn HK/Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sandra Mayor er leikmaður 9. umferðar í Pepsi Max-deild kvenna en hún átti stórleik í 6-0 sigri Þórs/KA á HK/Víkingi í vikunni.

„Fany var frábær á môti HK/Viking og átti stóran þátt í fjôrum mörkum af sex sem verður að teljast ansi gott. Hún var síógnandi innfyrir vörnina og hefði getað skorað fleiri en einnig skilaði hún af sér góðri varnarvinnu líka," sagði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, við Fótbolta.net.

„Ég hef verið mjög ánægður með hana í sumar, hún átti dapran dag á móti Stjörnunni en annars hefur hún verið öflug i hinum leikjunum. Enda er hún markahæsti leikmaður mótsins eins og er svo það væri kjánalegt að vera ósáttur við hana."

Fany hefur skorað tíu mörk í níu leikjum í deildinni í sumar en hún hefur samtals skorað 56 mörk í 62 leikjum á ferli sínum í Pepsi-deildinni. Mest skoraði hún tímabilið 2017 þegar hún skoraði 19 mörk en getur hún bætt þann árangur í sumar?

„Fany getur auðvitað bætt sitt met ef vel gengur. Hún er frábær leikmaður en lika með topp meðspilara. Ég held samt að hún sé lítið að spá i því að bæta einhver met, heldur frekar að hjálpa liðinu sínu að vinna leiki. Fany er hógvær manneskja og setur liðið númer 1 en veit þó sitt hlutverk i liðinu og hefur í gegnum árin skilað því framúrskarandi vel og gerir enn."

Fany er frá Mexíkó en hún er á sínu fjórða tímabili með Þór/KA. Bianca Sierra, unnusta hennar, spilar einnig með liðinu. Hefur verði erfitt að sannfæra þær um að koma alltaf aftur á Akureyri?

„Fany og Bianca elska Akureyri, enda ekki annað hægt. Hér finnst þeim gott að vera, hjá þessu frábæra félagi og með geggjaða liðsfélaga. Þannig að nei það hefur verið mjög auðvelt að halda þeim hjá okkur þrátt fyrir gífurlega eftirspurn.
Þar að auki þá hugsar Þór/KA mjög vel um alla sína leikmenn svo þeir sem koma vilja vanalega koma aftur,"
sagði Donni að lokum.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Best í 7. umferð - Natasha Anasi (Keflavík)
Best í 6. umferð - Elín Metta Jensen (Valur)
Best í 5. umferð - Cloe Lacasse (ÍBV)
Best í 4. umferð - Elín Metta Jensen (Valur)
Best í 3. umferð - Birta Guðlaugsdóttir (Stjarnan)
Best í 2. umferð - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Best í 1. umferð - Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Athugasemdir
banner
banner
banner