Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
   sun 12. júlí 2020 17:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið B'mouth og Leicester: Bæði lið þurfa sigur
Leicester heimsækir Bournemouth í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og er í beinni útsendingu á Síminn Sport.

Bournemouth kemur inn í þennan leik í 19. sæti og hefur ekki unnið leik siðan 1. febrúar, síðan hafa komið sjö töp og tvö jafntefli. Tap í dag fer langleiðina með það að fella liðið.

Leicester er í baráttu um Meistaradeildarsæti og þarf á sigri að halda til að halda sér í þeirri baráttu.

Eddie Howe, stjóri Bournemouth, gerir þrjár breytingar frá 0-0 jafnteflinu við Tottenham í liðinni viku. Jack Stacey, Dominic Solanke og Arnaut Danjuma koma inn fyrir þá Josh King, Adam Smith og Junior Stanislas.

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, gerir eina breytingu frá 1-1 jafnteflinu við Arsenal í liðinni umferð. Christian Fuchs kemur inn í liðið fyrir Ryan Bennett.

Byrjunarlið Bournemouth: Ramsdale, Stacey, Ake, Kelly, Rico, Brooks, Gosling, Lerma, Danjuma, Solanke, Wilson.

(Varamenn: Boruc, Simpson, S. Cook, Surman, Billing, L. Cook, H. Wilson, Stanislas, Surridge.)

Byrjunarlið Leicester: Schmeichel, Fuchs, Evans, Soyuncu, Justin, Ndidi, Tielemans, Albrighton, Iheanacho, Vardy, Perez.

(Varamenn: Ward, Morgan, Bennett, Mendy, Choudhury, James, Praet, Gray, Barnes.)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 25 7 +18 30
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Chelsea 13 7 3 3 24 12 +12 24
4 Aston Villa 13 7 3 3 16 11 +5 24
5 Brighton 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Sunderland 13 6 4 3 17 13 +4 22
7 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
8 Liverpool 13 7 0 6 20 20 0 21
9 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
10 Crystal Palace 13 5 5 3 17 11 +6 20
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Brentford 13 6 1 6 21 20 +1 19
13 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 13 3 3 7 13 22 -9 12
17 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
18 Leeds 13 3 2 8 13 25 -12 11
19 Burnley 13 3 1 9 15 27 -12 10
20 Wolves 13 0 2 11 7 28 -21 2
Athugasemdir