Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 12. júlí 2020 23:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jóhannes Karl gagnrýnir Davíð Þór: Fáránleg ummæli
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, gagnrýndi Davíð Þór Viðarsson, sérfræðing á Stöð 2 Sport, í viðtali við Vísi/Stöð 2 Sport eftir 4-0 sigur á Gróttu í Pepsi Max-deildinni.

ÍA fór upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum en liðinu var fyrir mót spáð í neðri hlutanum. Jóhannes sendi pillu á Davíð Þór, fyrrum fyrirliða FH, í viðtali eftir leik.

„Ég er virkilega ánægður með hvað það er mikil framför í hlutunum hjá okkur þó ég hefði viljað vinna síðasta leik en við unnum leikinn í dag. Þetta blasir vel við mér og ætla ég að vona að sumarið blasi vel við fleirum þó að umræðan oft á tíðum að deildin verði tvískipt. Davíð Þór Viðarsson telur gæði oft á tíðum ekki nógu góð í hinum liðunum í landinu sem mér finnst alveg ótrúlega fáránleg ummæli frá manni sem er sérfræðingur á Stöð 2 Sport," sagði Jói Kalli.

„Það eru fullt af góðum liðum í deildinni. Mörg góð lið sem eru að byggja upp til framtíðar og er það vanvirðing við deildina að tala um það að sumir leikir séu ekki eins merkilegir og aðrir sem er algjör vanvirðing við fótboltann í landinu."

Hérna má lesa viðtalið við Jóa Kalla. Hér að neðan má svo sjá viðtalið sem Fótbolti.net tók við hann í kvöld.
Jói Kalli: Við trúum því að við getum unnið öll lið
Athugasemdir
banner