Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
   sun 12. júlí 2020 19:52
Magnús Þór Jónsson
Viktor: Kominn tími á að ég sýni hvað ég get
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Jónsson var tveggja marka maður í þægilegum 4-0 sigri ÍA á Gróttu í dag.

"Við byrjuðum þennan leik vel, skoruðum snemma og héldum pressunni á þá út allan fyrri hálfleikinn.  Slaknaði aðeins á okkur í síðari hálfleik og þeir voru með boltann en við gerðum þetta vel."

Skagamenn komnir í 2.sæti og Viktor kominn vel á blað í deildinni.  Hvernig horfir framhaldið við honum?

"Við getum spilað rosalega vel og vitum vel hvað við getum.  Okkur finnst við alveg geta verið þarna í topp sex en markmiðið er klárlega það að gera betur en í fyrra og byggja upp gott lið.  Það er kominn tími á það að ég sýni fólki hvað ég get, setji nokkur mörk og leggja upp líka."

Gróttumenn í stúkunni sungu töluvert um það að fáir hefðu hug á að búa á Akranesi.  Hvernig líkar Viktor vistin á Skipaskaga?

"Ég hef reyndar aldrei búið uppfrá en það er gríðarlega gott fólk og gott andrúmsloft á Skaganum, mér líður ótrúlega vel þarna!"

Nánar er rætt við Viktor í viðtalinu sem fylgir. 
Athugasemdir
banner