De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 12. júlí 2024 11:27
Elvar Geir Magnússon
Ekkert formlegt tilboð komið í Albert
Albert Guðmundsson hefur hafið æfingar hjá Genoa að nýju en undirbúningstímabil liðsins er farið af stað.

Albert fór á kostum með Genoa á síðasta tímabili og hefur verið orðaður við mörg stórlið en ítalskir fjölmiðlar segja að ekkert formlegt tilboð hafi borist í íslenska landsliðsmanninn.

Fjallað hefur verið um áhuga Juventus, Inter, Fiorentina, Tottenham og fleiri félaga.

Mögulegt er að ástæðuna til þess að ekkert tilboð hafi borist megi rekja til þess að Albert var kærður fyrir kynferðisbrot og félög haldi því að sér höndum og bíði eftir niðurstöðu í málinu.

Fyrirtaka verður í lok ágúst en þinghald verður lokað. Félagaskiptaglugganum í Evrópu verður lokað þann 30. ágúst.


Athugasemdir
banner