Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 12. ágúst 2020 16:30
Brynjar Ingi Erluson
Chirivella: Tsimikas er mjög svipaður Robertson
Kostas Tsimikas
Kostas Tsimikas
Mynd: Getty Images
Pedro Chirivella, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að Kostas Tsimikas sé svipaður Andy Robertson en Chirivella og Tsimikas voru samherjar hjá Willem II í Hollandi.

Liverpool keypti Tsimikas frá gríska félaginu Olympiakos á 11,75 milljónir punda í gær en hann gerði langtímasamning við félagið.

Hann mun veita Andy Robertson samkeppni um vinstri bakvarðarstöðuna en Liverpool hafði fylgst með Tsimikas í þrjú ár.

Liverpool sendi njósnara á leik hjá hollenska félaginu Willem II tímabilið 2017-2018 en Tsimikas var þá á láni frá Olympiakos líkt og Chirivella.

„Hann er mjög svipaður Robertson. Hann vill taka mikinn þátt í sóknarleiknum og er mjög góður að verjast maður á mann," sagði Chirivella við heimasíðu Liverpool.

„Þetta eru mjög góð kaup hjá Liverpool. Klopp verður mjög mikilvægur fyrir Kostas. Hann mun læra mikið og er enn ungur svo hann getur enn bætt sig enn frekar. Hann verður í góðum málum hjá stjóranum."

Chirivella og Tsimikas mættu í fallbaráttulið Willem II fyrir tveimur árum og hjálpuðu liðinu að bjarga sér frá falli.

„Ég man eftir því að hann bætti sig heilmikið. Þetta var mikilvægt ár fyrir hann. Við vorum í svipaðri stöðu, komum báðir á láni frá stóru félagi og spiluðum vel. Þetta var gott skref fyrir Kostas."

„Ég man þegar ég var hjá Willem II þá mættu njósnarar frá Liverpool að horfa á leikina og þeir horfðu líka á hann því hann var virkilega góður,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner