Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 12. ágúst 2022 17:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KA seldi Brebels í belgísku B-deildina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Belgíski miðjumaðurinn Sebastiaan Brebels fór frá KA í lok júní eftir eins og hálfs árs veru hjá félaginu í kjölfarið á því að KA samþykkti tilboð í leikmaninn.

Brebels er 27 ára gamall og kom til KA frá belgíska félaginu Lommel snemma árs í fyrra.

Brebels kom við sögu í átján leikjum í deild og bikar í fyrra og skoraði fjögur mörk. Í ár kom hann í minna hlutverki, kom við sögu í átta leikum og náði ekki að skora.

Það er KSK Lierse Kepenzonen sem er í belgísku B-deildinni sem keypti leikmanninn af KA. Það er sama deild og Lommel spilar í. Hann fékk leikheimild með belgíska liðinu í vikunni þegar félagaskiptin frá Íslandi til Belgíu gengu í gegn.

Það er einn Íslendingur í belgísku B-deildinni, það er Kolbeinn Þórðarson og er hann einmitt leikmaður Lommel.
Athugasemdir
banner
banner
banner