fös 12. ágúst 2022 19:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Messi ekki meðal bestu leikmanna heims í fyrsta sinn í 17 ár
Mynd: EPA

Lionel Messi er ekki á listanum yfir þá þrjátíu leikmenn sem koma til greina til að vinna Ballon d'or í ár. Þetta er í fyrsta sinn í 17 ár sem hann er ekki á þessum lista.


Messi hefur unnið Ballon D'or eða Gullknöttinn sjö sinnum, oftast allra en hann vann bikarinn á síðustu leiktíð.

Verðlaunin eru veitt besta leikmanni síðasta tímabils. Karim Benzema leikmaður Real Madrid er talinn líklegastur til að vinna bikarinn í ár.

Hann vann spænsku deildina og Meistaradeildina með liðinu á síðustu leiktíð og skoraði 44 mörk í 46 leikjum.

Listinn í heild sinni:
Thibaut Courtois (Real Madird)
Mohamed Salah (Liverpool)
Rafael Leao (AC Milan)
Christopher Nkunku (RB Leipzig)
Joshua Kimmich (Bayern Munich)
Trent Alexander-Arnold (Liverpool)
Vinicius Jr (Real Madrid)
Bernardo Silva (Manchester City)
Luis Diaz (Liverpool)
Robert Lewandowski (Barcelona)
Riyad Mahrez (Manchester City)
Casemiro (Real Madrid)
Heung-Min Son (Tottenham)
Fabinho (Liverpool)
Karim Benzema (Real Madrid)
Mike Maignan (AC Milan)
Harry Kane (Tottenham)
Darwin Nunez (Liverpool)
Phil Foden (Manchester City)
Sadio Mane (Bayern Munich)
Sebastien Haller (Borussia Dortmund)
Luka Modric (Real Madrid)
Antonio Rudiger (Real Madrid)
Cristiano Ronaldo (Manchester United)
Kevin de Bruyne (Manchester City)
Dusan Vlahovic (Juventus)
Virgil van Dijk (Liverpool
Joao Cancelo (Manchester City)
Erling Haaland (Manchester City)
Kylian Mbappe (Paris Saint-Germain)


Athugasemdir
banner
banner
banner