Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 12. ágúst 2022 14:14
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Alex sagður vera á leið til Tyrklands að semja við Alanyaspor
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tyrkneskir fjölmiðlar segja markvörðinn Rúnar Alex Rúnarsson vera á leið til Tyrklands til að semja við Alanyaspor en liðið hafnaði í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar þar í landi á síðasta tímabili.

Tyrknesk félög hafa sýnt Rúnari Alex áhuga og talað um að Antalyaspor væri líklegasti áfangastaður hans en nú virðist Alanyaspor verða lendingin.

Rúnar Alex er ekki í myndinni hjá Arsenal og sagt að enska félagið sé búið að gera samkomulag við það tyrkneska um kaup á íslenska landsliðsmarkverðinum.

Rúnar Alex, sem er 27 ára, gekk til liðs við Arsenal árið 2020 og hefur spilað 6 leiki fyrir félagið. Hann var á láni hjá belgíska liðinu Leuven á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner