Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 12. september 2021 18:54
Brynjar Ingi Erluson
Mikael Neville gerði sigurmark í fyrsta leik - Viðar Ari áfram á skotskónum
Mikael Neville Anderson gerði sigurmark AGF
Mikael Neville Anderson gerði sigurmark AGF
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Þór Hauksson vann topplið Värnamo
Alex Þór Hauksson vann topplið Värnamo
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn fyrir Al Arabi
Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn fyrir Al Arabi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Neville Anderson skoraði sigurmark AGF í fyrsta leik hans fyrir aðalliðið í 1-0 sigri á Vejle í dönsku úrvalsdeildinni og Ísak Bergmann Jóhannesson kom þá inná í sínum fyrsta leik í 2-0 sigri FCK á Randers.

Mikael Neville kom til AGF frá Midtjylland undir lok gluggans en hann kom inná í hálfleik og skoraði sigurmarkið fjórtán mínútum síðar. Jón Dagur Þorsteinsson spilaði allan leikinn fyrir AGF sem er í 10. sæti deildarinnar eftir átta leiki.

Ísak Bergmann og Andri Fannar Baldursson byrjuðu báðir á bekknum hjá FCK gegn Randers í dag. FCK komst tveimur mörkum yfir en Ísak kom við sögu á 68. mínútu í sínum fyrsta leik fyrir félagið áður en Andri Fannar kom inná fimmtán mínútum síðar í 2-0 sigri.

FCK er á toppnum með 20 stig.




Viðar Ari Jónsson skoraði þá í 3-0 sigri Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni. Mark hans kom á 74. mínútu leiksins og var það afar snoturt. Hann mætti inn í teiginn og henti sér í flugskalla en þetta var áttunda mark hans í deildinni og spurning hvort það sé ekki stutt í landsliðskallið.

Hann lék allan leikinn fyrir Sandefjord sem er í 10. sæti deildarinnar með 24 stig. Viðar Örn Kjartansson var í byrjunarliði Vålerenga en var skipt af velli á 79. mínútu. Vålerenga er í 8. sæti með 26 stig.

Alfons Sampsted var í byrjunarliði norska meistaraliðsins Bodö/Glimt sem gerði 1-1 jafntefli við Odd en honum var skipt af velli undir lok leiks. Ari Leifsson spilaði allan leikinn fyrir Strömsgödset sem tapaði fyrir Kristianstund, 2-1. Valdimar Ingimundarson kom inná á 80. mínútu. Brynjólfur Andersen Willumsson var ekki með Kristiansund vegna meiðsla.

Í sænska boltanum þá var Jón Guðni Fjóluson í liði Hammarby sem tapaði fyrir Djurgården, 4-1. Hann fór af velli á 81. mínútu leiksins. Milos Milojevic þjálfar liðið.

Alex Þór Hauksson var í sigurliði Östers í dag gegn toppliði Värnamo. Hann byrjaði leikinn en var skipt af velli undir lokin. Östers vann 2-0 sigur og er í 10. sæti sænsku B-deildarinnar.

Landsliðsfyrirliðinn spilaði 90 mínútur

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, spilaði allan leikinn fyrir Al Arabi í úrvalsdeildinni í Katar. Al Arabi vann 1-0 en þetta var fyrsti leikur tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner