Selma Sól Magnúsdóttir var á sínum stað í byrjunarliði Rosenborgar þegar liðið lagði Arna-Bjornar af velli í norsku deildinni í dag.
Staðan var markalaus í hálfleik en Rosenborg komst yfir snemma í seinni hálfleik. Staðan var óbreytt allt fram á síðustu mínútu venjulegs leiktíma þegar Rosenborg tókst að tvöfalda forystuna.
Leiknum var ekki enn lokið því seint í uppbótatíma kom þriðja mark Rosenborgar, 3-0 lokatölur.
Rosenborg er í 3. sæti með 40 stig eftir 20 umfereðir. Liðið er með jafnmörg stig og Brann sem situr í 2. sæti en Brann á leik til góða.
Athugasemdir