Tveir síðustu leikir tímabilsins í 5. deild karla fóru fram í gær, þar sem keppt var upp á 1. og 3. sæti deildarinnar.
Álafoss tók á móti KFR í Mosfellsbæ í úrslitaleiknum og var mikið fjör þar á bæ. Alexander Aron Davorsson, fyrrum þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Aftureldingu, skoraði fyrsta mark leiksins á tíundu mínútu fyrir heimamenn en forystuna var ekki langlíf.
Bjarni Þorvaldsson jafnaði mínútu síðar og tók Alexander Aron forystuna á ný fyrir Álafoss, svo staðan var 2-1 í hálfleik.
Rangæingar mættu grimmir til leiks í seinni hálfleikinn og náðu að gera annað jöfnunarmark þegar Helgi Valur Smárason skoraði af vítapunktinum á 67. mínútu.
Staðan var jöfn, 2-2, þar til á lokakaflanum þegar Þórður Kalman Friðriksson náði að setja boltann í netið til að krækja í sigur fyrir KFR. Lokatölur 2-3 og vinnur KFR 5. deildina í ár.
KFR og Álafoss fara saman upp í 4. deild.
Úlfarnir enda í þriðja sæti eftir stórsigur gegn Skallagrím. Staðan var 1-0 í hálfleik en Úlfarnir skiptu um gír í síðari hálfleik til að vinna bronsleikinn 5-0. Tomas Alejandro Barletta var atkvæðamestur með tvennu.
Álafoss 2 - 3 KFR
1-0 Alexander Aron Davorsson ('10 )
1-1 Bjarni Þorvaldsson ('11 )
2-1 Alexander Aron Davorsson ('29 )
2-2 Helgi Valur Smárason ('67 , Mark úr víti)
2-3 Þórður Kalman Friðriksson ('84 )
Úlfarnir 5 - 0 Skallagrímur
1-0 Tomas Alejandro Barletta ('39 )
2-0 Magnús Snær Dagbjartsson ('53 )
3-0 Tomas Alejandro Barletta ('58 )
4-0 Snorri Kristleifsson ('65 , Sjálfsmark)
5-0 Trausti Freyr Birgisson ('85 )
Athugasemdir